Arnar Sveinn: Refsing aganefndar salómonsdómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2011 16:04 Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. Arnari Sveini hefur verið gefið að sök að traðka á andliti Almars Ormarssonar í leik Vals og Fram á mánudagskvöldið. Fyrir brotið fékk hann rautt spjald og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hann í gær í tveggja leikja bann. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. Í yfirlýsingunni ítrakar Arnar Sveinn að um óviljaverk hafi verið að ræða og honum finnist fráleitt að hann hafi ætlað sér að traðka viljandi á Almari. Hann biður þó Almar afsökunar hafi hann orðið fyrir skaða. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Vegna mikillar umræðu og úrskurðar aganefndar KSÍ um atvik sem átti sér stað í leik Vals og Fram á Laugardalsvelli sl. mánudag sé ég, Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals, mig knúinn að gefa út yfirlýsingu og árétta nokkra hluti. Fyrst vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum á niðurstöðu aganefndarinnar. Með því að dæma mig í tveggja leikja bann eru þeir að segja að um viljaverk sé að ræða, þar sem að einn leikur er eðlileg refsing fyrir það að fá rautt spjald. Mér þykir einnig úrskurðurinn heldur undarlegur, þar sem að mér þætti tveggja leikja bann virkilega lítil refsing fyrir það að ætla viljandi að traðka á andlitinu á einhverjum. Því finnst mér eins og um eins konar salómonsdóm sé að ræða. Sú niðurstaða sem aganefndin kemst því að get ég engan veginn sætt mig við, því þetta eru engar smá ásakanir. Ég ítreka það sem nú þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að um algjört óviljaverk sé að ræða. Eins og sjá má í upptökum af atvikinu, þá hef ég enga vitund um það hvert ég er að stíga þar sem ég horfi aldrei niður. Annað atriði sem sjá má er að ég geri mér litla sem enga grein fyrir því hvað gerðist og held áfram í þá átt sem ég var að hlaupa. Það er því augljóslega hægt að sjá á öllum mínum viðbrögðum að um algjört óviljaverk er að ræða. Það sem ég er sakaður um m.a. af dómara, nokkrum fjölmiðlamönnum og aganefnd KSÍ er í raun að hér sé um hreina og beina líkamsárás að ræða og það mjög alvarlega líkamsárás. Að ég hafi ætlað mér að traðka á höfðinu á viðkomandi. Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt. Mér þykir erfitt að sitja undir svoleiðis ásökunum einfaldlega vegna þess að um algjört óviljaverk var að ræða og algjörlega fjarri því sem mér myndi nokkurn tíman detta í hug að gera. Það er í raun með ólíkindum að einhver ætli manni svona alvarlegt ofbeldisverk. Með því hefur verið vegið alvarlega að minni æru. Ef Almarr skaðaðist á einhvern hátt við þetta óhapp bið ég hann að sjálfsögðu afsökunar. Með Valskveðju, Arnar Sveinn Geirsson“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. Arnari Sveini hefur verið gefið að sök að traðka á andliti Almars Ormarssonar í leik Vals og Fram á mánudagskvöldið. Fyrir brotið fékk hann rautt spjald og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hann í gær í tveggja leikja bann. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. Í yfirlýsingunni ítrakar Arnar Sveinn að um óviljaverk hafi verið að ræða og honum finnist fráleitt að hann hafi ætlað sér að traðka viljandi á Almari. Hann biður þó Almar afsökunar hafi hann orðið fyrir skaða. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Vegna mikillar umræðu og úrskurðar aganefndar KSÍ um atvik sem átti sér stað í leik Vals og Fram á Laugardalsvelli sl. mánudag sé ég, Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals, mig knúinn að gefa út yfirlýsingu og árétta nokkra hluti. Fyrst vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum á niðurstöðu aganefndarinnar. Með því að dæma mig í tveggja leikja bann eru þeir að segja að um viljaverk sé að ræða, þar sem að einn leikur er eðlileg refsing fyrir það að fá rautt spjald. Mér þykir einnig úrskurðurinn heldur undarlegur, þar sem að mér þætti tveggja leikja bann virkilega lítil refsing fyrir það að ætla viljandi að traðka á andlitinu á einhverjum. Því finnst mér eins og um eins konar salómonsdóm sé að ræða. Sú niðurstaða sem aganefndin kemst því að get ég engan veginn sætt mig við, því þetta eru engar smá ásakanir. Ég ítreka það sem nú þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að um algjört óviljaverk sé að ræða. Eins og sjá má í upptökum af atvikinu, þá hef ég enga vitund um það hvert ég er að stíga þar sem ég horfi aldrei niður. Annað atriði sem sjá má er að ég geri mér litla sem enga grein fyrir því hvað gerðist og held áfram í þá átt sem ég var að hlaupa. Það er því augljóslega hægt að sjá á öllum mínum viðbrögðum að um algjört óviljaverk er að ræða. Það sem ég er sakaður um m.a. af dómara, nokkrum fjölmiðlamönnum og aganefnd KSÍ er í raun að hér sé um hreina og beina líkamsárás að ræða og það mjög alvarlega líkamsárás. Að ég hafi ætlað mér að traðka á höfðinu á viðkomandi. Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt. Mér þykir erfitt að sitja undir svoleiðis ásökunum einfaldlega vegna þess að um algjört óviljaverk var að ræða og algjörlega fjarri því sem mér myndi nokkurn tíman detta í hug að gera. Það er í raun með ólíkindum að einhver ætli manni svona alvarlegt ofbeldisverk. Með því hefur verið vegið alvarlega að minni æru. Ef Almarr skaðaðist á einhvern hátt við þetta óhapp bið ég hann að sjálfsögðu afsökunar. Með Valskveðju, Arnar Sveinn Geirsson“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira