Enski boltinn

Zoltan Gera aftur til West Brom

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zoltan Gera og David de Gea ósáttir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið 2010.
Zoltan Gera og David de Gea ósáttir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið 2010. Nordic Photos/AFP
Knattspyrnumaðurinn Zoltan Gera hefur gengið til liðs við West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gera þekkir vel til á Hawthorns-vellinum en hann spilaði með WBA á árunum 2005-2008.

„Það er frábært að félaginu hafi tekist að sannfæra hann um að koma aftur til West Brom þrátt fyrir að hann hafi haft fjölmörg járn í eldinum. Hann er vel liðinn leikmaður bæði í úrvalsdeildinni og erlendis,“ sagði Roy Hodgson knattspyrnustjóri West Brom.

Hodgson þekkir vel til Gera en Hodgson var knattspyrnustjóri Fulham árið 2008 þegar ungverski landsliðsfyrirliðinn gekk til liðs við félagið.

Gera skrifaði undir tveggja ára samning við West Brom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×