Fótbolti

Andrés Már komin til Haugesund

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Andrésar verður sárt saknað í herbúðum Fylkis.
Andrésar verður sárt saknað í herbúðum Fylkis.
Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur staðfest að Andrés Már Jóhannesson sé orðinn leikmaður félagsins.

Fylkir og Haugesund komust í gær að samkomulagi um kaupverð á Andrési Má og Asbjörn Halegeland íþróttastjóri Haugesund staðfesti á heimasíðu félagsins að Andrés hafi samið við félagið í gærkvöld en Andrés mun leika í treyju númer 7 hjá Haugesund.

Haugesund hafnaði í fyrra í sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar ári eftir að liðið hafði borið sigur úr bítum í 1. deild og tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni. Ekki hefur gengið eins vel í sumar en félagið er í 11. sæti með 20 stig í 16 leikjum af 30.

Haugesund er 33 þúsund manna bæjarfélag en félagið var stofnað 1993 en besti árangur félagsins er annað sætið í bikarkeppninni sumarið 2007, þegar liðið lék í 1. deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×