Foreldrar Sturlu færðu gjörgæsludeildinni gjöf 29. júlí 2011 16:48 Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar. Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira