Gætu flutt fólk yfir Múlakvísl á trukkum Hafsteinn Hauksson skrifar 10. júlí 2011 18:51 Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent