Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn 14. júlí 2011 12:05 Tveir nýir sigkatlar komu í ljós. Mynd/ Oddur Sigurðsson. Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. Flóðbylgjan, sem braust fram undan vestanverðum Vatnajökli í fyrrinótt, og fór niður í Hágöngulón, Köldukvísl og Þórisvatn, virðist hafa átt upptök sín á svæði skammt austan Hamarsins í vesturjaðri jökulsins. Oddur segir að þar hafi myndast tveir sigkatlar, á stað þar sem ekki var vitað um jarðhita áður. Annar sé hringlaga og þröngur en hinn breiðari og aflangur. Þeir séu þó miklu minni en Skaftárkatlarnir, sem Skaftá hlaupi úr.Sigkatlarnir sjást greinilega. Mynd/ Oddur Sigurðsson.Oddur telur að kvika hafi hugsanlega brotist upp til yfirborðs í fyrradag. Þarna sé greinilega hiti undir jöklinum á stað þar sem ósennilegt er að hafi verið hiti áður. Örlítil gusa af jarðefnum kunni að hafa komið upp. Oddur segir að ef þarna hafi gosið þá hafi það staðið stutt yfir. Það hafi þá verið augnabliksfyrirbrigði. Efnagreiningar muni þó væntanlega gefa vísbendingar um hvort þarna hafi gosið. Spurður hvort búast megi við frekari atburðum þarna svarar Oddur að hann hafi alltaf átt von á að þarna kæmi eitthvað upp. Allur vestanverður Vatnajökull sé hávirkt svæði og nálægt miðju heita reitsins svokallaða, eldvirkasta svæðis landsins. Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. Flóðbylgjan, sem braust fram undan vestanverðum Vatnajökli í fyrrinótt, og fór niður í Hágöngulón, Köldukvísl og Þórisvatn, virðist hafa átt upptök sín á svæði skammt austan Hamarsins í vesturjaðri jökulsins. Oddur segir að þar hafi myndast tveir sigkatlar, á stað þar sem ekki var vitað um jarðhita áður. Annar sé hringlaga og þröngur en hinn breiðari og aflangur. Þeir séu þó miklu minni en Skaftárkatlarnir, sem Skaftá hlaupi úr.Sigkatlarnir sjást greinilega. Mynd/ Oddur Sigurðsson.Oddur telur að kvika hafi hugsanlega brotist upp til yfirborðs í fyrradag. Þarna sé greinilega hiti undir jöklinum á stað þar sem ósennilegt er að hafi verið hiti áður. Örlítil gusa af jarðefnum kunni að hafa komið upp. Oddur segir að ef þarna hafi gosið þá hafi það staðið stutt yfir. Það hafi þá verið augnabliksfyrirbrigði. Efnagreiningar muni þó væntanlega gefa vísbendingar um hvort þarna hafi gosið. Spurður hvort búast megi við frekari atburðum þarna svarar Oddur að hann hafi alltaf átt von á að þarna kæmi eitthvað upp. Allur vestanverður Vatnajökull sé hávirkt svæði og nálægt miðju heita reitsins svokallaða, eldvirkasta svæðis landsins.
Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02