Erlent

Viðurkenndu að hafa keypt tennur úr rostungum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er bannað að selja tennur úr rostungum. Mynd/ Getty.
Það er bannað að selja tennur úr rostungum. Mynd/ Getty.
Tveir Alaskabúar játuðu nýlega að hafa keypt tennur úr 100 rostungum af Eskímóum. Mennirnir voru handteknir í apríl með tennurnar og feldi af tveimur hvítabjörnum. Þeir höfðu keypt hlutina af veiðimönnum í skiptum fyrir peninga, byssur, sígarettur og að minnsta kosti einn snjóbíl. Innfæddir Alaskabúar mega veiða rostunga, en þeir mega ekki selja tennurnar úr þeim.

Saksóknari vildi ekki segja til um hvort veiðimennirnir yrðu líka ákærðir, eftir því sem fram kemur í dagblaðinu Anchorage Daily News. Saksóknarar segja að þetta séu stærstu ólöglegu viðskipta af þessu tagi sem uppljóstrað hefur verið um í tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×