Fótbolti

Fólkið öskrar: Guðjohnsen Gudjohnsen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordic Photos/Getty Images
Það er allt að verða vitlaust á flugvellinum í Aþenu þar sem stuðningsmenn AEK bíða eftir því að bera Eið Smára Guðjohnsen augum. Stuðninsmenn öskra og berja á trommur í reykmekki. Fólkið öskrar „Guðjohnsen, Guðjohnsen,...“

Yfir 1500 stuðningsmenn eru mættir á flugvöllinn og eru mikil læti. Eftirvæntingin er mikil en Grikkir eru afar eldheitir og vanir því að taka vel á móti nýjum leikmönnum. Til samanburðar voru um 20 ljósmyndarar mættir á flugvöllinn þegar Elfar Freyr Helgason lenti þar í síðustu viku.

Öllu fleiri bíða eftir komu „Ís-mannsins“ eins og erlendir fjölmiðlar kalla Eið Smára oftar en ekki. Ströng öryggisgæsla er á flugvellinum en gríðarlega heitt er í Aþenu og líkir fréttasíðan www.aek365.gr ástandinu á flugvellinum við eyðimörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×