Innlent

Forsetahjónin í konunglegu brúðkaupi

Ólafur Ragnar og Dorrit verða viðstödd brúðkaup Alberts II og Charléne Wittstock
Ólafur Ragnar og Dorrit verða viðstödd brúðkaup Alberts II og Charléne Wittstock mynd/afp
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú verða viðstödd brúðkaup Alberts II og Charlène Wittstock sem fram fer í Mónakó í dag.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að af lokinni vígsluathöfn í dómkirkjunni verði boðið til hátíðarkvöldverðar í höllinni.

Albert prins hafi verið virkur þátttakandi í málefnum Norðurslóða sem og í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar. Stofnun hans hefur styrkt fjölmörg verkefni á þeim sviðum, m.a. alþjóðleg málþing um heimskautarétt sem haldin hafi verið á vegum Háskólans á Akureyri.

Þá hafi prinsinn einnig verið mikill stuðningsmaður Smáþjóðaleikanna, íþróttahátíðar smæstu ríkja í Evrópu, og heimsótt Ísland þegar þeir voru haldnir hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×