Lögregla sökuð um að skilja mann tvívegis eftir í óbyggðum 21. júní 2011 09:45 Lögreglumenn á Selfossi. Myndin er úr safni. Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi sem hefur verið ákærður fyrir að fara offari í framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. Réttað er í Héraðsdómi Suðurlands. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað lögreglumönnum að aka með handtekinn pilt fæddan 1991, sem þá var undir áhrifum áfengis, frá mótssvæði í Galtalæk síðasta sumar, að Landsveit í Rangárþingi ytra, sem er í rúmlega fjögurra kílómetra fjarlægð, og skilja hann eftir í námunda við sumarbústað. Pilturinn knúði dyra í sumarbústaðnum í leit eftir aðstoð sem varð til þess að þeir sem þar dvöldust kölluðu eftir aðstoð lögreglunnar, sem var nýbúin að skilja hann eftir í óbyggðum samkvæmt ákæruskjali. Í öðrum tölulið ákærunnar kemur fram að lögreglan hefði þá mætt á vettvang og handtekið piltinn á ný. Þá var honum ekið frá fyrrnefndum sumarbústað áleiðis að Galtalæk. Nú var hann hinsvegar skilinn eftir á Landvegi, sem er um miðja vegu milli bústaðarins og Galtalækjar, samkvæmt ákæruskjali. Í nóvember á síðasta ári var lögreglumaður í Reykjavík dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa í janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann var hinsvegar sýknaður nokkrum mánuðum fyrr í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sá lögreglumaður var þá stjórnandi lögregluaðgerðar og skipaði öðrum lögreglumanni að fara með pilt, sem hafði verið handtekinn vegna ölvunarláta í miðbæ Reykjavíkur, út á Granda þar sem hann var skilinn eftir. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Þeim lögreglumanni, sem heitir Garðar Helgi Magnússon, var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Þá er óvíst hvort honum verði vikið úr starfi úr þessu en hann starfar enn sem lögreglumaður. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár skal refsing falla niður frá uppkvaðningu dómsins. Tengdar fréttir Varðstjóri ákærður fyrir að fara offari í starfi Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur verið ákærður fyrir brot í starfi þegar hann lét handtaka ungan ölvaðan pilt og skilja hann eftir á víðavangi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er umræddur varðstjóri enn við störf. Pressan greinir frá því að varðstjórinn er ákærður fyrir að hafa farið offari í starfi sínu í júní á síðasta ári þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumönnum að aka með ölvaðan pilt af mótssvæði í Galtalæk. Drengurinn hafði þá veriðhandtekinn. Lögreglumenn óku með drenginn um fjóra kílómetra í burtu frá Galtalæk og hann þar skilinn eftir. 31. maí 2011 13:06 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi sem hefur verið ákærður fyrir að fara offari í framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. Réttað er í Héraðsdómi Suðurlands. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað lögreglumönnum að aka með handtekinn pilt fæddan 1991, sem þá var undir áhrifum áfengis, frá mótssvæði í Galtalæk síðasta sumar, að Landsveit í Rangárþingi ytra, sem er í rúmlega fjögurra kílómetra fjarlægð, og skilja hann eftir í námunda við sumarbústað. Pilturinn knúði dyra í sumarbústaðnum í leit eftir aðstoð sem varð til þess að þeir sem þar dvöldust kölluðu eftir aðstoð lögreglunnar, sem var nýbúin að skilja hann eftir í óbyggðum samkvæmt ákæruskjali. Í öðrum tölulið ákærunnar kemur fram að lögreglan hefði þá mætt á vettvang og handtekið piltinn á ný. Þá var honum ekið frá fyrrnefndum sumarbústað áleiðis að Galtalæk. Nú var hann hinsvegar skilinn eftir á Landvegi, sem er um miðja vegu milli bústaðarins og Galtalækjar, samkvæmt ákæruskjali. Í nóvember á síðasta ári var lögreglumaður í Reykjavík dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa í janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann var hinsvegar sýknaður nokkrum mánuðum fyrr í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sá lögreglumaður var þá stjórnandi lögregluaðgerðar og skipaði öðrum lögreglumanni að fara með pilt, sem hafði verið handtekinn vegna ölvunarláta í miðbæ Reykjavíkur, út á Granda þar sem hann var skilinn eftir. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Þeim lögreglumanni, sem heitir Garðar Helgi Magnússon, var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Þá er óvíst hvort honum verði vikið úr starfi úr þessu en hann starfar enn sem lögreglumaður. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár skal refsing falla niður frá uppkvaðningu dómsins.
Tengdar fréttir Varðstjóri ákærður fyrir að fara offari í starfi Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur verið ákærður fyrir brot í starfi þegar hann lét handtaka ungan ölvaðan pilt og skilja hann eftir á víðavangi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er umræddur varðstjóri enn við störf. Pressan greinir frá því að varðstjórinn er ákærður fyrir að hafa farið offari í starfi sínu í júní á síðasta ári þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumönnum að aka með ölvaðan pilt af mótssvæði í Galtalæk. Drengurinn hafði þá veriðhandtekinn. Lögreglumenn óku með drenginn um fjóra kílómetra í burtu frá Galtalæk og hann þar skilinn eftir. 31. maí 2011 13:06 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Varðstjóri ákærður fyrir að fara offari í starfi Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur verið ákærður fyrir brot í starfi þegar hann lét handtaka ungan ölvaðan pilt og skilja hann eftir á víðavangi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er umræddur varðstjóri enn við störf. Pressan greinir frá því að varðstjórinn er ákærður fyrir að hafa farið offari í starfi sínu í júní á síðasta ári þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumönnum að aka með ölvaðan pilt af mótssvæði í Galtalæk. Drengurinn hafði þá veriðhandtekinn. Lögreglumenn óku með drenginn um fjóra kílómetra í burtu frá Galtalæk og hann þar skilinn eftir. 31. maí 2011 13:06