Kaþólska rannsóknarskýrslan ekki birt almenningi SB skrifar 28. júní 2011 12:50 Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, vill ekki veita fjölmiðlum viðtal. Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta. Í tilkynningunni segir orðrétt: "Hún [rannsóknarnefndin] skuli skila biskupi skýrslu um störf sín en helstu niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndarinnar verði britar opinberlega." Af þessu orðalagi að dæma verður skýrslan aðeins í höndum biskups en almenningur mun einungis fá aðgang að helstu niðurstöðum skýrslunnar. Fréttastofa reyndi án árangurs að fá upplýsingar um þetta frá skrifstofu kaþólsku kirkjunnar. Aðstoðarkona Péturs Bürchers sagðist hafa fengið skýr fyrirmæli um að enginn innan kirkjunnar mætti tjá sig og hún ætti að vísa á Róbert R. Spanó, sem fara mun fyrir rannsóknarnefndinni. Þegar blaðamaður bað um netfang biskupsins sagði hún fyrstu þrjá stafina í netfanginu áður en yfirmaður hennar bannaði henni að halda áfram, og sagðist hún þá ekki hafa leyfi til að gefa upp netfang hans. Biskup væri ekki til viðtals. Bannið við að gefa upp netfangið verður þó enn undarlegra í ljósi þess að fréttatilkynningin sem barst fjölmiðlum um hádegisbil er send frá einkanetfangi biskups. Í tilkynningunni biður biskupinn alla þá sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar afsökunar. --- From: Peter Buercher > Date: 28. júní 2011 08:25:49 GMT+00:00 To: catholica@catholica.is Subject: Fréttatilkynning Kaþólsku kirkjunni 28. 06. 2011 Fréttatilkynning Kaþólsku kirkjunnar 28. 06. 2011 Biskup Kaþólsku kirkjunnar, Herra Peter Bürcher, hefur tekið þá ákvörðun að setja á fót óháða rannsóknarnefnd til að rannsaka þær ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu vígðra þjóna kirkjunnar og starfsmanna stofnana kirkjunnar, þ. á m. starfsmanna Landakotsskóla fram til ársins 2005. Sérstaklega verði kappkostað að upplýsa um viðbrögð og starfshætti Kaþólsku kirkjunnar í tilefni af slíkum ásökunum. Þá setji nefndin fram tillögur að úrbótum sé þess þörf í ljósi niðurstaðna. Til ráðgjafar í þessu erfiða máli hefur biskup kallað á Róbert R. Spanó lagaprófessor, en eins og kunnugt er, var hann í forsæti rannsóknarnefndar um sambærileg mál innan þjóðkirkjunnar. Hefur þess verið farið á leit við Róbert að hann velji fulltrúa í rannsóknarnefndina og setji henni starfsreglur og markmið. Stefnt verði að því að ljúka undirbúningi að stofnun rannsóknarnefnd- arinnar sem fyrst þannig að hún geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk. Hún skuli skila biskupi skýrslu um störf sín en helstu niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndarinnar verði birtar opinberlega. Innanríkisráðherra verður tilkynnt um skipan nefndarinnar og honum kynntar starfsreglur hennar strax og þær liggja fyrir. Að lokum vil ég, sem biskup Kaþólsku kirkjunnar, feta í fótspor Benedikts páfa og biðja alla þá afsökunar og fyrirgefningar sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar. Virðingarfyllst, Hr. Pétur Bürcher Biskup Kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta. Í tilkynningunni segir orðrétt: "Hún [rannsóknarnefndin] skuli skila biskupi skýrslu um störf sín en helstu niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndarinnar verði britar opinberlega." Af þessu orðalagi að dæma verður skýrslan aðeins í höndum biskups en almenningur mun einungis fá aðgang að helstu niðurstöðum skýrslunnar. Fréttastofa reyndi án árangurs að fá upplýsingar um þetta frá skrifstofu kaþólsku kirkjunnar. Aðstoðarkona Péturs Bürchers sagðist hafa fengið skýr fyrirmæli um að enginn innan kirkjunnar mætti tjá sig og hún ætti að vísa á Róbert R. Spanó, sem fara mun fyrir rannsóknarnefndinni. Þegar blaðamaður bað um netfang biskupsins sagði hún fyrstu þrjá stafina í netfanginu áður en yfirmaður hennar bannaði henni að halda áfram, og sagðist hún þá ekki hafa leyfi til að gefa upp netfang hans. Biskup væri ekki til viðtals. Bannið við að gefa upp netfangið verður þó enn undarlegra í ljósi þess að fréttatilkynningin sem barst fjölmiðlum um hádegisbil er send frá einkanetfangi biskups. Í tilkynningunni biður biskupinn alla þá sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar afsökunar. --- From: Peter Buercher > Date: 28. júní 2011 08:25:49 GMT+00:00 To: catholica@catholica.is Subject: Fréttatilkynning Kaþólsku kirkjunni 28. 06. 2011 Fréttatilkynning Kaþólsku kirkjunnar 28. 06. 2011 Biskup Kaþólsku kirkjunnar, Herra Peter Bürcher, hefur tekið þá ákvörðun að setja á fót óháða rannsóknarnefnd til að rannsaka þær ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu vígðra þjóna kirkjunnar og starfsmanna stofnana kirkjunnar, þ. á m. starfsmanna Landakotsskóla fram til ársins 2005. Sérstaklega verði kappkostað að upplýsa um viðbrögð og starfshætti Kaþólsku kirkjunnar í tilefni af slíkum ásökunum. Þá setji nefndin fram tillögur að úrbótum sé þess þörf í ljósi niðurstaðna. Til ráðgjafar í þessu erfiða máli hefur biskup kallað á Róbert R. Spanó lagaprófessor, en eins og kunnugt er, var hann í forsæti rannsóknarnefndar um sambærileg mál innan þjóðkirkjunnar. Hefur þess verið farið á leit við Róbert að hann velji fulltrúa í rannsóknarnefndina og setji henni starfsreglur og markmið. Stefnt verði að því að ljúka undirbúningi að stofnun rannsóknarnefnd- arinnar sem fyrst þannig að hún geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk. Hún skuli skila biskupi skýrslu um störf sín en helstu niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndarinnar verði birtar opinberlega. Innanríkisráðherra verður tilkynnt um skipan nefndarinnar og honum kynntar starfsreglur hennar strax og þær liggja fyrir. Að lokum vil ég, sem biskup Kaþólsku kirkjunnar, feta í fótspor Benedikts páfa og biðja alla þá afsökunar og fyrirgefningar sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar. Virðingarfyllst, Hr. Pétur Bürcher Biskup Kaþólsku kirkjunnar
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira