Innlent

Sýnishorn frá heimsókn Jake Gyllenhaal til Íslands

Líkt og áður hefur komið fram eyddi stórleikarinn Jake Gyllenhaal helgi hér á landi í í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar.

Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel.

Nú hefur verið birt stikla eða sýnishorn úr þætti Gyllenhaal. Þar sést leikarinn ásamt Grylls í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi. „Við sváfum í snjóhelli, fórum yfir vatnsmiklar ár og svo var það þetta hrikalega rok sem gerði okkur lífið leitt," sagði Grylls í viðtali nýverið um heimsókina til Íslands.

Stikluna er hægt að sjá hér.
Tengdar fréttir

Gyllenhaal á ystu nöf á Íslandi

Ævintýramaðurinn Bear Grylls segir að ferð sín og Hollywood-stjörnunnar Jakes Gyllenhaal til Íslands hafi tekið virkilega á og þeir hafi þurft að horfast í augu við alvöru hættur.

Jake Gyllenhaal á Íslandi

Bandaríski leikarinn Jake Gyllenhaal er staddur Íslandi og heldur til í miðbæ Reykjavík. Hann situr nú að snæðingi á veitinga- og skemmtistaðnum Austur í Austurstræti. Jake var einnig á ferðinni í miðbænum í dag og fékk sér þá kaffi á Laundromat Cafe. Ekki er vitað hvort um vinnuferð eða frí er að ræða.

Gyllenhaal hreifst af íslensku stelpunum

„Ég var að koma heim frá Ástralíu þar sem við vorum að hljóðblanda nýjustu myndina mína, The Killer Elite, og rakst þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar leikarinn var að yfirgefa landið eftir ævintýralega helgi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×