Fótbolti

Smalling: Getum farið alla leið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Smalling á æfingu með Englandi
Smalling á æfingu með Englandi Mynd/Getty Images
Chris Smalling, leikmaður Manchester United og enska U-21 landsliðsins, hefur mikla trú á sínum mönnum fyrir EM U-21 landsliða í Álaborg.

Englendingar komust alla leið í úrslitin síðast þegar mótið var haldið en nú eru nýjir leikmenn í liðinu sem er engu að síður ógnarsterkt.

„Stjórinn hefur lagt ríka áherslu á að hann vill fara skrefinu lengra á þessu móti og við leikmenn teljum höfum trú á því að við getum það,“ sagði Smalling í viðtali á heimasíðu UEFA.

„Við hittumst ekki reglulega í landsliðinu en við ætlum okkur engu að síður að fara langt í sumar. Við trúum að við getum farið alla leið.“

England mætir Spáni í fyrsta umferð B-riðils en í honum eru einnig Úkraínumenn og Tékkar.

„Ég tel að okkar riðill sé miklu erfiðari en hinn,“ sagði Smalling en í A-riðli eru Danmörk, Sviss, Hvíta-Rússland og Ísland. „Það verður virkilega erfitt að mæta Spáni í fyrsta leik.“

Hann segir að það ríki góð stemning í enska landsliðhópnum. „Þegar við hittumst og æfum saman er stemningin eins og hjá félagsliði. Það er mikilvægt. Það gekk mikið á í lok undankeppninnar og mikil pressa á okkur. Það sameinaði okkur og vonandi verður það til þess að sumarið verði gott.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×