Fótbolti

Henderson og Jones einbeittir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Henderson og Jones á æfingu í Danmörku
Henderson og Jones á æfingu í Danmörku Mynd/Getty Images
Stuart Pearce, landsliðsþjálfari Englands, telur að þeir Stuart Pearce og Phil Jones muni einbeita sér af fullum krafti að EM U-21 mótinu í Danmörku í sumar.

Henderson og Jones eru báðir í enska landsliðinu en voru báðir nýlega seldir til ensku stórliðanna Liverpool og Manchester United fyrir háar upphæðir.

Henderson er á leið til Liverpool frá Sunderland og þá hefur United fest kaup á Jones sem hefur slegið í gegn með Blackburn.

„Þetta var engin hindrun því ég veit hvaða leikmenn ég er með í höndunum. Þessir tveir eru afar einbeittir og það er afar ánægjulegt að vinna með þeim," sagði Pearce við enska fjölmiðla.

„Þeir fengu báðir leyfi til að fara til félaganna og ganga frá samningum um kaup og kjör. Ég skil það vel enda myndi ég sjálfur vilja ganga frá öllum mínum málum áður en ég fer á stórmót með landsliðinu."

„Enda hafa þeir ekki áhuga á að vera að hugsa um þessi mál á meðan mótinu stendur. Nú eru þessi samningamál frá, strákarnir æfðu með okkur í dag og ég er hæstánægður fyrir þeirra hönd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×