Fótbolti

Rútubílstjóri landsliðsins á villigötum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Strákarnir bregða á leik á æfingu í dag.
Strákarnir bregða á leik á æfingu í dag. Mynd/Anton
Síðari æfingu dagsins hjá íslenska U-21 landsliðsins hér í Álaborg seinkaði um 40 mínútur vegna þess að rútubíltsjóri liðsins villtist á leiðinni.

Bílstjórinn ætlaði fyrst að fara með liðið á vitlausan stað en villtist svo á leið sinni á æfingasvæði AaB, þar sem strákarnir hafa æft síðustu tvo daga. Rútan lenti einnig í umferðateppu sem seinkaði för hennar enn.

Það kom þó ekki að sök og voru strákarnir í góðu skapi þegar þeir löbbuðu inn á æfingasvæðið. Allir voru með treyjuna sína girta langt ofan í brók, eins og ekkert væri eðlilegra.

Eyjólfur Sverrisson þjálfari, Bjarni Þór Viðarsson fyrirliði og Aron Einar Gunnarsson voru þó mættir snemma til að sitja fyrir svörum fréttamanna á blaðamannafundi áður en æfingin hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×