Fótbolti

Líf og fjör hjá strákunum okkar á æfingu í gær - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Darri Pétursson fékk að finna fyrir nokkrum selbitum á æfingu.
Arnar Darri Pétursson fékk að finna fyrir nokkrum selbitum á æfingu. Mynd/Anton
Það er alltaf líf og fjör hjá strákunum í íslenska 21 árs landsliðinu sem spila í dag sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Danmörku. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 16.00 í dag en seinna um daginn mætast hin liðin í riðlinum, Danmörk og Sviss.

Það var ekki að sjá að það væri mikið stress í íslenska hópnum þegar hann mætti á æfingu í Álborg í gær en það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu að komast á æfingar sínar undanfarna daga.

Strákarnir eru hinsvegar fljótir að slá öllu upp í grín og gleði og það skein eftirvænting út úr öllum andlitum þegar Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti á æfingu strákana í gær.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×