Fótbolti

Aron Einar: Mætum dýrvitlausir til leiks

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður U-21 landsliðsins, sagði liðið vera klárt í slaginn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í dag.

„Já, við erum klárir í leikinn og mætum dýrvitlausir til leiks," sagði Aron Einar en viðtalið var tekið fyrir æfingu liðsins í gær. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag og fer fram í Árósum.

Gengið hefur á ýmsu hjá strákunum en liðið gat fyrst æft saman síðdegis á fimmtudaginn.

„Þetta átti greinilega bara að vera svona. Við erum einbeittir fyrir þennan leik og höfum náð góðum tíma á æfingum."

„Við höfum verið að einbeita okkur að okkur sjálfum, fyrst og fremst, en við höfum séð upptökur af andstæðingnum og vitum hvað þeir geta."

„Þeir eru sterkir, það er heragi á þeim og þeir eru með góða hlaupagetu. Við vitum líka um einhverja veikleika hjá þeim," bætti Aron við en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Við verðum að standa undir þeim kröfum sem Íslendingar gera til okkar. Við erum klárir og vonum að okkur takist að gera þjóðina stolta. Ef við spilum okkar bolta hef ég engar áhyggjur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×