Fótbolti

Bjarni Þór: Spenntir en ekki stressaðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland hefur leik á EM U-21 landsliða í Danmörku í dag og mætir Hvíta-Rússlandi í dag. Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði liðsins, segir að leikmennirnir séu orðnir spenntir.

„Þetta er fyrsta stórmótið hjá okkur öllum og við erum því spenntir allir saman en um leið ekkert stressaðir," sagði Bjarni en viðtalið má sjá hér fyrir ofan. „Það er draumur að rætast hjá okkur."

„Við erum mjög vel undirbúnir og ef okkur tekst að stilla strengina á síðustu æfingunni fyrir leikinn verðum við í góðum málum," bætti hann við en viðtalið var tekið fyrir æfingu liðsins í gær.

Allir leikmennirnir 23 í íslenska landsliðshópnum gátu tekið þátt í æfingunni í gær og eru klárir í slaginn.

„Þeir eru ekki lengur veikir, þeir tveir félagarnir (Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson) og enginn meiddur. Það verður því bara all-in á morgun"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×