Fótbolti

Hellidemba í Árósum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Mynd/Anton
Rétt tæpum tveimur tímum fyrir leik Hvíta-Rússlands og Íslands á EM U-21 liða kom hellidemba hér á NRGi-Arena í Árósum.

Veðrið hefur verið frábært í allan dag á Jótlandi, meira en 20 gráðu hiti og sólskin. Fyrir stundu kom svo skýjabakki með tilheyrandi rigningu.

Það er því von á blautum velli þegar að leikurinn verður flautaðar á klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×