Fótbolti

Jón Guðni og Arnór í byrjunarliði Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Jón Guðni, til vinstri, er í byrjunarliðinu í dag en Skúli Jón Friðgeirsson á bekknum.
Jón Guðni, til vinstri, er í byrjunarliðinu í dag en Skúli Jón Friðgeirsson á bekknum.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á EM U-21 liða i Danmörku. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Það kann að koma á óvart að þeir Arnór Smárason og Jón Guðni Fjóluson eru í byrjunarliði Íslands í dag. Það þýðir að Jón Guðni og Hólmar Örn Eyjólfsson verða miðvarðapar Íslands í dag, en Eggert Gunnþór Jónsson er í stöðu hægri bakvarðar.

Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, er því á bekknum að þessu sinni.

Arnór kemur inn í stöðu hægri kantmanns og eru þeir Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason báðir á bekknum. Jóhann Berg Guðmundsson er á vinstri kantinum og Kolbeinn Sigþórsson á toppnum.

Lið Íslands í dag:

Markvörður:

Haraldur Björnsson

Vörn:

Eggert Gunnþór Jónsson

Hólmar Örn Eyjólfsson

Jón Guðni Fjóluson

Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðja:

Aron Einar Gunnarsson

Bjarni Þór Viðarsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Sókn:

Arnór Smárason

Jóhann Berg Guðmundsson

Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×