Fótbolti

Gunnar Heiðar bjargaði stigi.

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Heiðar varð á sínum tíma markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar með Halmstad
Gunnar Heiðar varð á sínum tíma markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar með Halmstad Mynd/Getty Images
Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggi liði sínu Norrköping 2-2 jafntefli á útivelli gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Mark Gunnars Heiðars kom á þriðju mínútu í viðbótartíma.

Eyjamaðurinn markheppni lék allan leikinn með liðinu. Norrköping er í 8.-11. sæti með 14 stig að loknum leiknum en lökustu markatöluna. Fjölmörg lið eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×