Fótbolti

Jóhann Berg fór upp á sjúkrahús eftir leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson meiddist illa á öxl í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í dag og var fluttur á sjúkrahús eftir leikinn þar sem kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.

„Þetta er bara skelfilegt," voru hans fyrstu viðbrögð eftir leikinn sem tapaðist, 2-0. „Við eigum að vinna þetta lið og vorum með fulla stjórn á leiknum."

„Við fengum góð færi og ef við hefðum klárað þau hefðum við unnið leikinn, það er klárt mál."

„Ég fór upp í skallabolta og dett niður. Hann kemur svo allur ofan á mig og öxlin fór. Ég fer upp á spítala núna," sagði Jóhann Berg um meiðslin.

„Þetta var hrikalega mikill verkur og fyrst taldi ég að ég myndi ekki spila meira með á mótinu. Ég er þó orðinn betri núna en það er kannski út af verkjalyfjunum. Við sjáum bara til."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×