Fótbolti

Eyjólfur: Fengum ekkert gefins í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari sagði íslensku strákana niðurbrotna eftir tapið gegn Hvít-Rússum

„Þeir voru niðurbrotnir. Okkur leið vel og höfðum leikinn í okkar höndum. Fáum dauðafærin til þess að klára hann en var refsað."

Þrátt fyrir tapið var landsliðsþjálfarinn nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins.

„Við eigum tvo leiki eftir og þetta fer í reynslubankann hjá strákunum. Þeir eiga eftir að læra af þessu. En ég þokkalega ánægður með spilamennskuna á köflum. En við náðum ekki að klára þetta."

Varðandi brottreksturinn sagðist Eyjólfur hafa séð atvikið illa.

„Ég sá það kannski illa. Ég veit ekki hvort það var sanngjarnt eða ekki. En við vorum ekki að fá neitt gefins í dag."

Eyjólfur segir að íslensku strákarnir muni koma sterkir tilbaka.

Já, aldeilis. Þeir ætla að skemmta sér hérna og sýna sitt rétta andlit. Nú er bara að taka sig saman í andlitinu og undirbúa sig fyrir næsta leik. Þar ætlum við að halda áfram að sýna góðan leik eins og við gerðum á köflum í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×