Fótbolti

Arnór Smára: Við ætlum upp úr riðlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Arnór Smárason var í byrjunarliði U-21 landsliðsins í dag. Hann sagði afar sárt að tapa leiknum gegn Hvít-Rússum.

„Við skorum ekki mark og þeir skora tvö. Það er það fyrsta. Við hefðum mátt vera aggresívari á vallarhelmingi þeirra en fyrst og fremst sárt að tapa fyrsta leik.“

Arnór var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í leiknum og fannst liðið stjórna honum.

„Nei, mér fannst við spila mjög vel framan af leik. Vorum yfirvegaðir á boltann og biðum eftir glufunni. Hún kom í seinni hálfleik með nokkrum góðum færum.“

Það er langt í frá að leikmenn landsliðsins séu búnir að gefa upp vonina.

„Markmiðin eru skýr. Við ætlum okkur upp úr riðlinum og það þýðir ekkert annað en að vinna næsta leik gegn Sviss. Það er það sem við ætlum að gera.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×