Fótbolti

Rúrik: Þetta var ósanngjarnt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Rúrik Gíslason kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og sýndi lipra takta. Hann sagði tilfinninguna að loknum leik ekki góða.

„Hún er ekkert sérstök. Mér fannst þetta ósanngjarnt. Mér fannst þetta ekki þurfa að fara svona. Við fengum okkar tækifæri til að klára leikinn og mér fannst við hafa yfirhöndina mest allan tímann. Þeir komast ósanngjarnt yfir.“

Honum fannst sigur Hvít-Rússa langt í frá sanngjarn.

„Mér fannst þetta ósanngjarnt. Ég vona að ég hafi þjóðina á bakvið mig í því. Mér fannst þetta ekki sanngjarn sigur af þeirra hálfum.“

Ísland á næst leik á þriðjudag og Rúrik segir ekkert í stöðunni nema að vinna leikinn.

„Að sjálfsögðu. Við höfum sett okkur há markmið. Það er eitt í stöðunni, að vinna Svisslendinga og Danina. Ég hlakka til að rífa strákana upp og vinna. Það er ekkert annað í stöðunni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×