Fótbolti

Danir töpuðu gegn Svisslendingum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shaqiri reyndist hetja Svisslendinga í kvöld
Shaqiri reyndist hetja Svisslendinga í kvöld Mynd/Getty Images
Heimamenn í Danmörku töpuðu 1-0 gegn Sviss í síðari leik A-riðils á Evrópumótinu í Álaborg í kvöld. Eina mark leiksins kom snemma í síðari hálfleik. Danir eru því stigalausir að loknum fyrsta leik líkt og Íslendingar.

Það var framherji Sviss, Xherdan Shaqiri, sem skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Yann sommer markvörður Svisslendinga átti stórleik og varði nokkrum sinnum vel í síðari hálfleik.

Danir töldu sig hafa skorað jöfnunarmark í viðbótartíma en rangstaða var dæmd. Danir mótmæltu harðlega en endursýningar bentu til að um réttan dóm hefði verið að ræða.

Svisslendingar og Hvít-Rússar eru með þrjú stig í A-riðli en Danir og Íslendingar stigalausir.

Á morgun verður leikið í B-riðli og beinast augu flestra að viðureign Spánverja og Englendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×