Fótbolti

Engin morgunæfing hjá Íslandi - enn óvíst með meiðsli Jóhanns Bergs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Jóhann Berg í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi.
Jóhann Berg í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. Mynd/Anton
Íslenska U-21 landsliðið æfði ekki í morgun eins og til stóð upphaflega. Þess í stað var ákveðið að nota tímann í annað. Liðið mun þó æfa á keppnisvellinum hér í Álaborg síðdegis.

Eyjólfur Sverrisson hefur notað morguninn til að fara yfir leikskipulag íslenska liðsins sem hann ætlar að nota í leiknum gegn Sviss á morgun. Þá hefur þjálfarateymið einnig eytt drjúgum tíma í að leikgreina lið Sviss.

Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á öxl í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi sem kunnugt er og er enn óvíst hvort að hann geti spilað með á morgun. Hann æfði ekki í gær en svo gæti farið að hann muni láta reyna á það að æfa síðdegis. Það er í það minnsta ekki búið að útiloka neitt.

Engin önnur meiðsli eða veikindi eru að finna í íslenska landsliðshópnum. Vísir verður að sjálfsögðu á æfingunni síðdegis og mun flytja fréttir af henni sem og viðtöl við leikmenn og þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×