Fótbolti

Fall oft fararheill á EM U-21

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Ítalía varð Evrópumeistari árið 2004 eftir að hafa tapað fyrir Hvítu-Rússum í fyrsta leik. Mynd. / Getty Images
Ítalía varð Evrópumeistari árið 2004 eftir að hafa tapað fyrir Hvítu-Rússum í fyrsta leik. Mynd. / Getty Images
Þrír af síðustu fimm liðum sem hafa orðið Evrópumeistari U-21 landsliða hafa tapað fyrsta leik sínum á mótinu. Það þýðir því ekkert fyrir þau lið sem töpuðu sínum fyrsta leik um helgina að hengja haus. Íslendingar eru þeirra á meðal en drengirnir töpuðu fyrir Hvíta-Rússlandi, 2-0, á laugardaginn.

Ítalía varð einmitt Evrópumeistari eftir að hafa tapað fyrir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik árið 2004, 2-1. Tveimur árum síðar var komið að Hollandi, sem mætti þá Úkraínu og tapaði, 2-1. Sömu lið mættustu svo aftur í úrslitaleiknum og sigruðu þá Hollendingar, 3-0. Tékkar urðu meistarar árið 2002 en töpuðu fyrir Frökkum í fyrsta leik, 2-0, en fengu svo tækifæri til að hefna sín í úrslitaleiknum. Tékkar unnu þá í vítaspyrnukeppni.

Þess má svo einnig geta að sigur í fyrsta leik þarf ekki endilega að boða gott. Þýskaland (2004), England (2002) og Belgía (2002) hafa öll fengið að kenna á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×