Fótbolti

Welbeck: Þetta var þolinmæðisstig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Danny Welbeck skoraði eina mark Englendinga í gær. Mynd. / Getty Images
Danny Welbeck skoraði eina mark Englendinga í gær. Mynd. / Getty Images
Danny Welbeck sagði að Englendingar hafi náð einu stigi úr leiknum gegn Spánverjum á EM U-21 liða í Danmörku í gær með því að sýna þrautsegju og þolinmæði. Welbeck skoraði jöfnunarmark Englendinga á 88. mínútu leiksins eftir að Ander Herrera skoraði með skalla af stuttu færi í fyrri hálfleik.

„Þeir voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en mér fannst við ná að koma aðeins til baka í þeim síðari. Þá náðum við að skapa okkur nokkur færi,“ sagði Welbeck við enska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Lykilatriðið er að vera fyrir aftan boltann og elta hann um allan völlinn. Það verður bara að sýna þolinmæði, pressa á þá þegar tækifærið gefst og beita skyndisóknum. Við vorum þolinmóðir og uppskárum á endanum mark.“

 

Chris Smalling, varnamaður Manchester United, segir að sínir menn hafi verið undir það búnir að þurfa að verjast mikið gegn spænska liðinu. „En það kom á daginn að þeim tókst að skapa sér afskaplega fá marktækifæri og mér fannst við óheppnir að skora ekki fleiri mörk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×