Fótbolti

Fyrirliði Úkraínu úr leik á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Hér rennir Stepanenko á eftir boltanum gegn Tékkum í gær. Mynd. / Getty Images
Hér rennir Stepanenko á eftir boltanum gegn Tékkum í gær. Mynd. / Getty Images
Taras Stepanenko, fyrirliði U-21 liðs Úkraínu, verður ekki meira með á Evrópumeistaramótinu í Danmörku vegna meiðsla. Stepanenko er alger lykilmaður í sínu liði og blóðtakan því mikil. Úkraína tapaði fyrir Tékklandi í gær, 2-1, og þurfti Stepanenko að haltra meiddur af velli snemma í síðari hálfleik.

 

Hann sagði þó eftir leikinn að það væri ekki til neins að gefast upp og hvatti sína menn áfram. „Það eru enn tveir leikir eftir í riðlakeppninni. Við áttum nokkrar efnilegar sóknir í leiknum og nokkur góð færi í seinni hálfleik eftir að Maxym Biliy kom inn á,“ sagði Stepanenko en Biliy minnkaði muninn fyrir Úkraínumenn undir lok leiksins.

 

Borek Dockal skoraði bæði mörk Tékka í leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Liðin keppa í B-riðli, rétt eins og England og Spánn sem skildu jöfn í gær, 1-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×