Fótbolti

Landsliðsþjálfari Dana bíður með að tilkynna byrjunarliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Keld Bordinggaard þegar dregið var í riðla fyrir EM U-21. Mynd. Getty Images
Keld Bordinggaard þegar dregið var í riðla fyrir EM U-21. Mynd. Getty Images
Keld Bordinggaard, þjálfari U-21 liðs Dana, tilkynnir vanalega byrjunarliðið sitt degi fyrir leik en hefur ákveðið að gera það ekki nú fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á morgun. Danir töpuðu 1-0 fyrir Sviss um helgina en Hvít-Rússar fögnuðu 2-0 sigri á Íslendingum. Ísland mætir Sviss í fyrri leik dagsins í A-riðli hér í Álaborg á morgun en Danir og Hvít-Rússar mætast í Árósum.

 

„Ég er ekki búinn að ákveða liðið,“ sagði Bordinggaard við danska blaðamenn í dag. „Venjulega er byrjunarliðið gefið upp á æfingu daginn fyrir leik en það gerum við ekki í dag. Ég vil sjá hvernig menn eru á æfingunni á eftir. Daniel Wass á við smávægileg meiðsli að stríða og ég vil klára að leikgreina andstæðinginn til fulls áður en við ákveðum okkur endanlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×