Fótbolti

Hólmar Örn: Gaman að mæta góðum leikmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Hólmar Örn í leiknum á laugardaginn.
Hólmar Örn í leiknum á laugardaginn. Mynd/Anton
Hólmar Örn Eyjólfsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir æfinguna á Aalborg Stadion nú síðdegis. Ísland mætir Sviss í EM U-21 liða í Danmörku á morgun.

„Sviss er með mjög gott lið og sterkir þegar þeir sækja fram. Þeir eru með spræka sóknarmenn í liðinu en að sama skapi voru þeir einnig að gefa færi á sér í vörninni. Þetta verður því spennandi leikur," sagði Hólmar.

Svisslendingar eru með sterka einstaklinga í sínum röðum og er hinn öflugi Xherdan Shaqiri sérstaklega áberandi í allri umfjöllun um liðið.

„Það er gaman að spila á móti góðum leikmönnum. Þá getur maður loksins sýnt hvað maður getur í raun og veru. Það er því bara spennandi."

Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi um helgina, 2-0, eftir augnabliks einbeitingarleysi í varnarleiknum. „Við erum búnir að skoða þetta og auðvitað var þetta svekkjandi að fá á okkur þessi mörk. En við verðum klárir í slaginn á morgun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×