Fótbolti

Østenstad sagði upp hjá botnliði Viking

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Egil Østenstad yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stavanger hefur sagt upp störfum og aukast því vandamálin til muna hjá botnliði deildarinnar.
Egil Østenstad yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stavanger hefur sagt upp störfum og aukast því vandamálin til muna hjá botnliði deildarinnar. Nordic Photos
Egil Østenstad yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stavanger hefur sagt upp störfum og aukast því vandamálin til muna hjá botnliði deildarinnar.

Birkir Bjarnason og Indriði Sigurðsson leika með Viking en liðinu hefur gengið afar illa í upphafi tímabilsins og situr á botninum með aðeins 6 stig eftir 9 umferðir. Viking er á meðal stærstu félagsliða deildarinnar og vekur brotthvarf Østenstad mikla athygli en þjálfari liðsins er fyrrum landsliðsþjálfari Noregs, Åge Hareide.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×