Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2011 11:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00
Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09