Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 12:00 Í raun þyrfti aðeins eitt bréf frá fjármálaráðuneytinu til fjármálaráðuneytis Kanada til að hefja viðræður við Kanadamenn. Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira