Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu.
Gosið hófst á sjöunda tímanum í kvöld. Gosmökkurinn er mjög hár eins og sést í myndskeiðinu sem Egill Aðalsteinsson tók þegar flugfélagið Ernir flaug yfir gosstöðvarnar með fulltrúa helstu viðbragðsaðila. Björn Oddsson jarðskjálftafræðingur sagði við Vísi fyrr í kvöld að gosið væri meira en árið 2004 þegar síðast gaus á þessum sama stað.
Gosmökkurinn mikill og öskufall víða
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.