Innlent

Gosmökkurinn í 10 kílómetra hæð

Myndina tók Egill Aðalsteinsson í gærkvöldi þegar gosmökkurinn náði 20 kílómetra hæð.
Myndina tók Egill Aðalsteinsson í gærkvöldi þegar gosmökkurinn náði 20 kílómetra hæð. Mynd/Egill Aðalsteinsson
Gosmökkurinn frá gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um tíu kílómetra hæð, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofu Íslands. Mest var hæðin um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni. Gosmökkurinn mældist í 13-15 kílómetra hæð í hádeginu.

Stöðugur órói er á svæðinu og er um ræða smærri jarðskjálfta. Stærri skjálftar hafa ekki mælst frá því í gærkvöldi. Gosið í Grímsvötnum er öflugasta sprengigos sem orðið hefur í eldstöðinni í 100 ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×