Innlent

Um 200 íþróttamenn komast ekki til landsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur er lokaður vegna gossins í Grímsvötnum.
Keflavíkurflugvöllur er lokaður vegna gossins í Grímsvötnum.
Tæplega 200 erlendir gestir áttu að koma til Reykjavíkur í dag vegna Grunnskólamóts Höfuðborga Norðurlandanna. Keflavíkurflugvöllur lokaði eftir að eldgosið í Grímsvötnum hófst og því hafa gestirnir ekki komist til landsins í dag.

Óvíst er hvort að gestirnir fái flug á morgun verði á annað borð flogið til landsins. Dagskrá mótsins er því farin verulega úr skorðum og óvíst enn sem komið er hvernig brugðist verður við. Ljóst er í það minnsta að Opnunarhátið mótsins verður ekki í fyrramálið klukkan 9 eins og áætlað var og að ekkert keppt þann daginn heldur.

Starfsmenn Íþróttabandalagsins hafa unnið hörðum höndum í dag við að gera ráðstafanir vegna breytinga á dagskrá mótsins, svosem eins og að afboða rútur, gistingu, mat og afþreyingu. Einnig hefur farið mikill tími í að aðstoða erlendu gestina vegna flugs þeirra og svara spurningum almennt um gosið í Grímsvötnum. Í tilkynningu frá Íþróttabandalaginu segir að fréttir erlendis séu greinilega mjög villandi því forsvarsmenn allra hópa gerðu ráð fyrir því að á öllu landinu væri mikið öskufall og að allir þyrftu að ganga um með grímur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×