Innlent

Enginn skóli á Kirkjubæjarklaustri alla vikuna

Boði Logason skrifar
Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, tók þessa mynd á Kirkjubæjarklaustri í gær.
Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, tók þessa mynd á Kirkjubæjarklaustri í gær.
„Ég er ekki mjög bjartsýnn á framhaldið, það er bara kolniðamyrkur hérna og ég sé varla ljósastaurana hérna fyrir utan skólann,“ segir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk á Kirkjubæjarklaustri.

Skólinn er lokaður í dag og verður næstu daga vegna mikils öskufalls. „Og það verður ekkert næstu daga og við eigum ekki marga daga eftir af skólanum,“ segir hann.

„Krakkarnir eru bara heima og það eru líkar krakkar sem eru farnir af svæðinu með fjölskyldum sínum. Þetta er samfélag sem byggir á landbúnaði þannig að foreldrarnir eru bara heima að vinna á búinu, fólk er bara núna að fást við þau vandamál sem eru í búskapnum,“ segir hann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×