Innlent

Ekki hundi út sigandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Það er ekki hundi út sigandi," segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í samtali við fréttastofu. Kristján Már Unnarsson ræddi við hana í heimabyggð, skammt frá gosinu, nú í kvöld.

Eygló segir að fólk komist ekkert leiða sinna. „Ekki nema það allra nauðsynlegasta," segir Eygló. Fólk fari í búð og þeir sem eigi að vera í stjórnstöðinni séu þar. Hún játar því að dagarnir séu ekkert venjulegir núna.

Fiskar í fiskeldiskerjum við Kirkjubæjarklaustur hafa drepist og bændur hafa misst sauðfé. Það segir sig alveg sjálft. Það er fiskur í opnum kerjum. Það var alveg búist við því svona," segir Eygló. „Svo eigum við bara eftir að sjá þegar þessu slotar," bætir hún við.

Eygló segir þó að búfénaður komi betur út en búist var við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.