Innlent

Slökkviliðsmenn frá Isavia fóru austur til hreinsunarstarfa

Harðsnúið lið slökkviliðsmanna frá Isavia fór í morgun til að aðstoða við hreinsunarstarf vegna öskufalls úr eldgosinu í Grímsvötnum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að slökkviliðsmennirnir séu sjö að tölu og eru allir menntaðir iðnaðarmenn. „Þeir munu aðstoða við öll verk sem vinna þarf á svæðinu og hafa með sér stóra fjórhjóladrifna slökkvibifreið frá Reykjavíkurflugvelli. Bifreiðin er búin öflugum vatnsdælum ásamt 6.000 lítra vatnstanki og hentar mjög vel til öskuhreinsunar þar sem erfitt er að komast að."

Gert er ráð fyrir að slökkviliðsmennirnir verði við hjálparstörf næstu 5 - 7 daga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.