Erlent

Bróðir skautadrottningar í fangelsi

Nancy Kerrigan í réttarsal í Massachusetts í dag.
Nancy Kerrigan í réttarsal í Massachusetts í dag. Mynd/AP
Bandaríska skautadrottningin Nancy Kerrigan brast í grát í dag þegar hún bað dómara í Massachusetts um að sýna bróður hennar vægð. Mark Kerrigan var handtekinn í janúar á síðasta ári eftir að hann og faðir hans lentu í átökum sem endaði með því að fjölskyldufaðirinn féll niður og dó. Dánarmein hans var hjartaáfall en saksóknari taldi ljóst að átöka feðganna hefði valdið hjartaáfallinu. Mark var drukkinn þegar lögreglumenn komu á vettvang.

Nancy hélt stutta ræðu fyrir fjölskylduna í réttarsal og bað dómarann um að sýna miskunnsemi og hleypa Mark heim til fjölskyldunnar. Dómarinn varð ekki við þeirri beiðni og dæmdi Mark í fangelsi í tvö og hálft ár auk þess Mark þarf að fara í áfengismeðferð. Dómarinn hafnaði þar með kröfu saksóknara sem vildi fá Mark dæmdan fyrir morð.

Mynd/AP
Nancy komst í heimsfréttirnar fyrir ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þegar önnur þekkt skautadrottning, Tonya Harding, fékk fyrrverandi eiginmann sinn til að ráðast á Nancy og fótbrjóta hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×