Móðuharðindin talin mestu náttúruhamfarir í sögu Bretlands 2. maí 2011 09:42 Frá Lakagígum. Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira