Móðuharðindin talin mestu náttúruhamfarir í sögu Bretlands 2. maí 2011 09:42 Frá Lakagígum. Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira