Erlent

Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima

Fukuhsima. Myndin er úr safni.
Fukuhsima. Myndin er úr safni.
Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur.

Ríkisstjórnin mun byrja að greiða bæturnar út í lok apríl en hver og einn íbúi mun fá eina milljón jena eða tæplega eina og hálfa milljón krónur í skaðabætur.

Íbúarnir eru ekki sáttir og vilja meina að bæturnar séu allt of lágar. Fyrirséð er að tugur þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna geislamengunar frá verinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×