Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin Símon Birgisson skrifar 19. apríl 2011 18:45 Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel." Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel."
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent