Íslenski boltinn

KR samdi ekki við danska miðvörðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mikkel Christoffersen, sem var til reynslu hjá KR í síðustu viku, er aftur haldinn af landi brott. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi.

„Hann er ekki sá leikmaður sem við vorum að leita að og því munum við ekki semja við hann,“ sagði Rúnar sem sagði að félagið myndi halda áfram að hafa augun opin fyrir varnarmanni.

„Það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkar varnarmönnum. Aron Bjarki (Jósepsson) meiddist um helgina og Grétar (Sigfinnur Sigurðarson) hefur verið tæpur.“

„En það er óljóst hvort við tökum nýjan leikmenn inn í hópinn fyrir tímabilið eða ekki. Það er alla vega enginn á leið til reynslu eins og er.“

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Brynjar Björn Gunnarsson sé aftur á leið í KR en Rúnar segist ekki hafa rætt við Brynjar sérstaklega um það.

„Hann hefur hug á því að vera úti áfram en ef hann ákveður að koma heim veit hann að honum standa allar dyr opnar hjá KR - enda uppalinn KR-ingur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×