Leifur Garðarsson: Mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2011 10:56 Leifur Garðasson. Mynd/E. Stefán Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti