Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki lögbrot Karen D. Kjartansdóttir skrifar 11. mars 2011 14:18 Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins. Dómsmál Innlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins.
Dómsmál Innlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels