Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 10:04 Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45